William Pfaff heldur því fram í International Herald Tribune, að bezt heppnuðu aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökjum hafi verið á vegum þýzkrar, franskrar og brezkrar lögreglu. Hins vegar hafi hin bandaríska stefna að koma upp herstöðvum nálægt átakassvæðum, svo sem í Pakistan, Afganistan og Írak, ekki aukið öryggi Bandaríkjanna. Nefnir hann ýmis sagnfræðileg dæmi um, að bandarískt setulið hafi magnað óvild í garð Bandaríkjanna og ræktað hugarfarið að baki hryðjuverka.