Nú erum við hætt að ferðast til útlanda. Það er í boði Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Því er rétt að nefna nokkur erlend furðuverk, sem þið misstuð af á ferðafylleríi ykkar. Fyrst ber að nefna grímuballið í Feneyjum 14.-22. febrúar, upprunalega grímuballið. Næst á listanum er grátmúrinn í Jersúsalem. Það þriðja er kvikmyndahátíðin í Cannes 13.-24. maí. Fjórða eru píramídarnir í Giza við Cairo. Fimmta undur veraldar er grafhýsið Taj Mahal í nágrenni Nýju Delhi. Sjötta undrið er óperuballið í Vínarborg 19. febrúar. Ef þú átt afgangs evrur eftir útrásina skaltu sjá þetta og deyja síðan.