Nató tekur æ víðar til hendinni. Það er með áætlanir um stríð á sex stöðum í heiminum með 60.000 hermönnum, þótt það hafi verið stofnað til að gæta friðar í Evrópu einni. Í auknum mæli kemur Atlantshafsbandalagið fram sem stuepige eftir yfirreið bandaríska hersins, hreinsar upp eftir herinn. Afganistan er gott dæmi um þessa iðju, sem kölluð er friðargæzla. Hún er í rauninni stríð, af því að þolendur gæzlunnar vilja ekki hafa neitt með hana að gera. Í hlutverki hnattvæddrar löggæzlu hefur Nató þau áhrif á þriðja heiminn, að þar fara menn að vantreysta Evrópu eins og Bandaríkjunum.