Sex tegundir af skyri

Veitingar

Friðrik Valur Karlsson kokkur er í frábærum málum á Friðrik V á Akureyri. Í eftirrétt bauð hann sex tegundir af skyri. Allar voru þær byggðar á gamla laginu, léreftssíuðu skyri, sem aðeins er framleitt á Akureyri. Þar var upprunalegt skyr eins og ég man eftir úr barnæsku, borið fram með bláberjum í botni. Ennfremur súkkulaðiskyr að svissneskum hætti. Skyr brûlée, byggt á crème brûlée. Skyr colada, byggt á pina colada. Skyr tiramisu, byggt á tiramisu. Og bláberjaskyrís. Var borið fram í sex glerskálum í trékassa. Var frábær framsetning á byltingar-matreiðslu, er hvílir á fornri hefð.