Sextíu ára friður

Punktar

Víða fagnar fólk sextugsafmæli friðar í Evrópu, sem áður var öldum saman heimsins mesta ófriðarbæli. Minna er fjallað um stofnunina, sem komið var á fót til að varðveita friðinn í Evrópu. Evrópusambandinu var ætlað að tryggja frið og því hefur tekizt að setja lífskjarasókn ofar þjóðernisofstæki í forgangsröð fólks. Í stað þess að fara í stríð hver við aðra keppast þjóðir Evrópu nú um að græða sem mesta peninga á sameinlegum aðgerðum á borð við sameiginlegan seðlabanka, sameiginlega mynt. Og sameiginlega Eurovision söngvakeppni.