Ferill Seymour Hersh rannsóknablaðamanns hófst með skrifum um fjöldamorðin í My Lai, sem birtust 1969-1970 og reyndust vera rétt í öllum smátriðum. Síðan upplýsti hann um leynilegar loftárásir Bandaríkjanna á Kambódsíu, um lykilatriði í Watergate-málinu, svo sem segulbönd Nixons forseta, og um þátt Henry Kissinger í valdatöku hersins í Chile. Hann varð fyrstur til að segja heiminum frá uppljóstrunum Mordechai Vanunu um atómvopn Ísraels og fyrstur til að segja frá pyndingunum í Abu Gharib. Í sumar upplýsti hann, að Bandaríkin gáfu Ísrael grænt ljós á að ráðast á Líbanon. Alltaf hafa skrif hans verið rétt.