Vefurinn er orðinn svo frábær, að þú færð nánast á svipstundu svör við öllum þínum spurningum. Hvort sem þau er að finna í fræðiritum eða í bloggi eða einhvers staðar þar á milli. Þetta hefur búið til alveg nýja vídd í þekkingu mannkyns. Spurningin er svo, hvaða heimildir eru áreiðanlegar og hverjar eru það ekki. Læsi á vefinn er öllum nauðsynlegt. Þú verður að læra að skilja milli “signal & noise”. Smám saman lærist þér, að Wikipedia er næsta örugg heimild, en AMX gagnslítil. Þú setur Wikipedia á annan enda skalans, AMX á hinn og raðar öðrum heimildum þar á milli. Fyrsta skrefið að læsi á vefnum.