Síbreytileg lygi

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á mjög erfitt með að koma sér niður á eina lygi um námsferilinn. Tjáði Mogga 2009, að hann væri um það bil að verja doktorsritgerð sína við Oxford. Á tengslavefnum Linked-In lýsir hann sér sem Oxford-menntuðum „Independent Architecture and Planning Professional“ 1995-2007. Á þingmannavef Alþingis segist hann hafa stundað „framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla“. Ekkert af þessu reyndist vera rétt. Ekkert er við það að athuga að vera enginn doktor, en ámælisvert er að ljúga til um nám og gráður. Fáránlegt er svo að geta ekki komið sjálfum sér saman um eina heildstæða lygi.

Maður, sem er margsaga um tötralegan námsferil sinn, er áreiðanlega ófær um að greina milli ímyndana og veruleika. HÉR er samantekt ýmissa fullyrðinga SDG um námsferil sinn.