Síbylja rifrildis

Fjölmiðlun

Rifrildi í sjónvarpi er eitthvert ódýrasta efni, sem hægt er að hugsa sér. Þrasarar taka auðvitað ekkert fyrir að fá tækifæri til útrásar. Hér á landi og erlendis eru sjónvarpsstöðvar, sem eru bara röð af álitsgjöfum. Á Ínn eru þeir allir á sama máli á hægri jaðri, en á öðrum stöðvum er rifrildið til siðs. Hvergi er friður fyrir síbyljunni, jafnvel Silfur Egils flytur okkur reglubundið rifrildi. Eins konar álitsgjafaútvarp í sjónvarpsformi. Alþingi er markað þeim tón. Sérstaða þess felst þó einkum í, að flutt er síbylja um fundarstjórn. Og í málþófi um að tala þurfi um mál án þess að tala um þau.