Heilbrigðisgeirinn fór á taugum við skipulagsbreytingar í sjúkrageiranum. Er þó ekki kominn fram nema lítill hluti fyrirhugaðra aðgerða. Á fjárlögum næsta árs verður fyrst skorið niður grimmt. Skorið til blóðs í bókstaflegri merkingu. Það verður hið mikla niðurskurðarár velferðar. Þann niðurskurð mun fólk ekki sætta sig við. Þá kemur byltingin, ef hún verður ekki áður komin. Fólk er núna ofsalega reitt, en það eru smámunir miðað við það, sem síðar verður. Ég hef enga trú á, að kólni undir ríkisstjórninni næstu misseri.