Brezka ritskoðunin mun úrskurða, að áróðursþátturinn “The Great Global Warming Swindle” hafi falsað ummæli vísindamanna. Til að reyna að gera lítið úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Guardian upplýsir þetta í dag. Hins vegar mun ritskoðunin ekki úrskurða, að þátturinn hafi villt um fyrir fólki samkvæmt brezkum útvarpslögum. Málaferli þessi hafa staðið í hálft annað ár. Þátturinn var sýndur víða um heim, meðal annars hér á landi. Í úrskurði ritskoðunarinnar sætir Martin Durkin framleiðandi harðri gagnrýni fyrir vinnubrögð sín. Þáttur þessi var síðasta haldreipi flatjarðarsinna.