Síðasta haldreipið fordæmt

Fjölmiðlun

Brezka ritskoðunin mun úrskurða, að áróðursþátturinn “The Great Global Warming Swindle” hafi falsað ummæli vísindamanna. Til að reyna að gera lítið úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Guardian upplýsir þetta í dag. Hins vegar mun ritskoðunin ekki úrskurða, að þátturinn hafi villt um fyrir fólki samkvæmt brezkum útvarpslögum. Málaferli þessi hafa staðið í hálft annað ár. Þátturinn var sýndur víða um heim, meðal annars hér á landi. Í úrskurði ritskoðunarinnar sætir Martin Durkin framleiðandi harðri gagnrýni fyrir vinnubrögð sín. Þáttur þessi var síðasta haldreipi flatjarðarsinna.