Síðasta vígi siðblindra

Punktar

Siðblind valdastétt sér síðasta vígið í Ólafi Ragnari Grímssyni. Framboð hans veitir henni von um, að unnt verði að bregða fæti fyrir hina nýju stjórnarskrá fólksins. Valdastéttin vill ekki fullveldi fólksins, vill hindra, að það taki eigin ákvarðanir. Valdakerfið snýst um, að greifar mjólki þjóðarbúið og komi árlega hundrað milljörðum króna í felur. Þeir vilja hindra auðlindarentu og auðlegðarskatt eins og þeir vilja hindra nýju stjórnarskrána. Ólafur Ragnar er klókasti pólitíkus landsins. Hefur ætíð klórað sig út úr afleikjum sínum, fyrst sem klappstýra útrásarinnar og síðan sem pólitískur guðfaðir Sigmundar Davíðs.