Síðasti hernámsliðinn

Punktar

Utanríkisstefnan batnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur kallað heim síðasta Íslendinginn í hernámsliði Bandaríkjanna & Co í Írak. John Craddock, skólameistari Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, kom til Íslands til að reyna að hindra þetta og lýsa áhyggjum sínum. Bandalagið hefur undanfarin ár verið að breytast úr varnarbandalagi í skálkaskjól fyrir Bandaríkin í miðausturlöndum. Það er komið á kaf í hernám Íraks og Afganistans. Valgerður Sverrisdóttir lagaði stöðu Íslands með því að kalla “teppagengið” frá Afganistan. Ingibjörg gerir nú betur. Gott hjá henni.