Siðblind slitastjórn Byrs

Punktar

Hefðbundin siðblinda stýrir slitastjórn sparisjóðsins Byrs. Hefur ráðið PriceWaterhouseCoopers til að rannsaka starfshætti sjóðsins. Fyrirtækið átti samt mikinn þátt í furðulegum reikningum bankanna, sem féllu. Tók þátt í að búa til ímynd af velgengni ýmissa hrunfyrirtækja. Þar á ofan sætir það ákæru í New York fyrir aðild að stórsvindli í Glitni. PWC getur því ekki átt neinn þátt í hreinlætisaðgerðum eftir hrunið. Hægt er að ráða erlent fyrirtæki á borð við Kroll til að grafa upp ósóma. Aðili að ósóma getur hins vegar ekki grafið neitt upp. Siðblind slitastjórn Byrs er á villigötum í þessu máli.