Verstu mistök fyrri ríkisstjórnar, sem kennd er við Jóhönnu, voru að hreinsa ekki siðblindingja úr bönkunum. Alla ævi stjórnarinnar hömuðust bankabófar við að níðast á fólki með öllum brögðum úr bókinni. Neituðu að viðurkenna dómsúrskurði og fóru í hvert prófmálið á fætur öðru. Þannig voru lán kýld upp úr öllu valdi. Ríkisstjórnin átti að reka alla bankstera, en gerði ekki. Fjöldi manns varð ranglega gjaldþrota vegna fattleysis stjórnarinnar. Fyrir bragðið urðu til samtök almennings, sem að lokum gengu af siðblindri stjórn dauðri. Síðan var kosið og kjósendur leiddu margfalt verri bófa til valda.