Siðblinda leiðréttingin

Punktar

Eins og Bjarni Benediktsson ráðherra sóttu margir auðmenn um „leiðréttinguna“. Fengu hana auðvitað, enda aðgerðin miðuð við hagsmuni hinna ríku. Hér er allt miðað við hagsmuni hinna ríku. Sumir vel stæðir hafa komið fram til að ræða, hvað gera skuli við mánaðarlegu þúsundkallana. Sumir hafa góðar hugmyndir, til dæmis um barnaþorp í Afríku eða Landspítalann. Allir vita þeir mun betur en ríkisstjórnin og Tryggvi Þór Herbertsson um réttu forgangsröðina í samfélagi siðaðra. Gjafmildin stingur prjóni í blöðru siðblindingjanna. Þeir bjuggu til fáránlega „leiðréttingu“ í þágu þeirra, sem ekki þurfa neina þúsundkalla frá þér og mér.