Siðblinda Hönnu Birnu í ráðuneytinu er dæmi um þriðja heims ríkið. Ráðamenn vilja ekki regluverk að þýzkum hætti. Þeir vilja geta stundað óheft gerræði. Án þess að sífellt sé verið að bera það saman við vinnureglur og siðareglur. Lendi þeir á andvana ráðuneytisstjóra, geta þeir eyðilagt heilt ráðuneyti. Man eftir atviki frá tíma Guðna í landbúnaðar. Þá vissi ráðuneytisstjórinn ekkert, hvað Guðni var að bralla. Engin gögn voru til, engin saga, engar heimildir, bara orð Guðna. Sama lóðin var leigð þremur aðilum! Þannig er það í ráðuneyti siðblindrar Hönnu Birnu og Ragnhildar. Gerræði í stað reglufestu.