Siðblindingjar hafa orðið

Punktar

Vestrænir valdamenn segja, að sauma þurfi að skattaskjólum, að þau séu eitt af stóru vandamálum nútímans. Íslenzkir eru flestir á öðru máli. Nýi forsætis sér ekkert athugavert við skattaskjól, einhvers staðar verði peningar að vera og að flókið sé að eiga þá heima. Íslenzkir valdamenn skilja nefnilega lítið í siðum, siðleysi og siðrofi. Þeir eru flestir siðblindir. Stjórnarflokkarnir eru studdir málgögnum, einkum Morgunblaðinu. Hinn siðblindi Davíð Oddsson telur ekkert að athuga við „skattasniðgöngu“. Flinkir menn eigi að geta fundið glufur og nýtt sér þær. Ekkert athugavert við það, segir landsins dýrasti pólitíkus.