Siðblindir flugvirkjar

Punktar

Flugvirkjar telja sér sæmandi að fara í verkfall, þegar öflun gjaldeyris skiptir öllu máli. Segjast ekki hafa fengið kauphækkun síðan 2008! Vilja fá 25% hækkun. Eru gersamlega siðblindir. Gefa skít í samfélagið á versta tíma þjóðarinnar, þegar ferðaþjónusta verður að skila sem mestum gjaldeyri. Ég hef notað orðið siðblindu um aðra hegðun manna og hópa í hruninu og eftir hrun. Og kalla verkfallshótun flugvirkja siðblindu á örlagatíma. Hún sýnir hættur, sem fylgja haustaki fámennra stétta á þjóðarhag. Skynsamlegra hefði verið að koma viðhaldi flugflotans fyrir erlendis. Hjá venjulegu fólki.