Síðbúið spilavíti Arnars

Punktar

Arnar Gunnlaugsson vill opna spilavíti á Hótel Nordica. Af hverju fer hann ekki bara kringum lögin og stofnar banka? Þeir eru þau spilavíti, sem við þekkjum bezt. Þeir veifuðu peningum og buðu okkur 100% myntkörfulán fyrir húsi og bíl og flatskjá. Arnar getur kallað spilavítis-bankann sinn IceSave til minningar um stærsta fjárhættuspil á Íslandi. Með höggmyndum af Davíð Oddssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni í anddyrinu. Arnar er þremur árum á eftir tímanum með hugmyndina. Hefði passað eins og flís við rass árið 2007. Þá var þjóðin tryllt í að fá lífsins gæði strax. Upp á 100% myntkörfulán.