Arababandalagið samþykkti fjölmiðlasáttmála, sem gerir stjórnvöldum kleift að skrúfa fyrir frjálsa fjölmiðlun. Það var að undirlagi afturhalds- og trúarofstækisstjórnar Sádi-Arabíu og þjófnaðar- og pyndingastjórnar Egyptalands. Þessi ríki kvarta stöðugt yfir réttum fréttum frá Al Jazeera í Katar, sem hlífir ekki stjórnvöldum. Katar sat hjá við kosninguna, Líbanon greiddi atkvæði á móti. Draumar stjórnvalda í fornum heimi Íslams munu ekki rætast. Fólk í löndum þeirra fær sjónvarp frá vestrænum gervihnöttum. Meira máli skiptir, að það hefur greiðan aðgang að sönnum, vestrænum veffréttum.