Siðferðilega sjúk

Punktar

Íslendingar eru siðferðilega sjúk þjóð. Er hún byrjaði loksins að verða rík á 20. öld, margfaldaði hún hraðann á eyðingu landsins. Með lausagangi sauðfjár á viðkvæmu hálendi, sem var nýjung. Einnig fengum við botnvörpuna, sem á nokkrum áratugum eyðilagði rúmlega helminginn af lífríki hafbotnsins. Þetta er galið framferði. Samt tala fáir um þetta. Nema Herdís um sauðféð og Jónas Bjarnason um hafsbotninn. Afneitun Íslendinga á eigin afglöp er alger. Á sama tíma teljum við okkur trú um, að við séum öðrum hæfari til að stunda sauðfjárrækt og botnfiskveiðar. Á þjóðin heima á réttargeðdeild Klepps?