Siðferðisforustu vantar

Punktar

Ríkisstjórnin veitir enga siðferðilega forustu. Jóhanna týnd og Steingrímur drukknaður í reddingum frá degi til dags. Stjórnin kallar ekki á bankastjóra og veitir þeim ekki tiltal í beinni útsendingu. Gerir ekki athugasemdir við furðulegan dóm Hæstaréttar um veiðileyfi glæpona á litla hluthafa. Sættir sig við, að sannleiksnefnd fresti niðurstöðum, þótt tímamörk hafi verið skýr. Sættir sig við, að embættissmenn troði áhugamálum auðmanna inn í lagafrumvörp. Ríkisstjórnin þarf að rísa upp úr hversdagsverkum. Hún þarf að predika yfir villuráfandi sauðunum. Þá fyrst öðlast hún traust almennings.