Siðferðisgjaldþrotið

Punktar

Í gamla daga börðust stéttarfélög fyrir samstöðu vinnandi manna. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Alþýðusambandið fæddist og lífeyrissjóðir fóru að grafa undan siðferðisþreki stéttarfélaga. Hagfræðingar þeirra tala sama newspeak og fræðingar atvinnurekenda. Nú er svo komið, að það eru samtök atvinnurekenda, sem heimta samstöðu vinnandi manna. Vilja fá sinn hugljúfa Gylfa Arnbjörnsson aftur að samningaborðinu. Samt er veruleikinn víðsfjarri brauðmolafræðinni. Hér ríkir einokun og fáokun á flestum sviðum. Engir brauðmolar hrynja af borðum greifanna. Þrælastríðið snýst líka gegn siðferðisgjaldþroti Alþýðusambandsins.