Siðferðissjúk þjóð

Punktar

Íslenzkt samfélag, sem Kastljós hefur lýst tvö kvöld í röð er siðferðissjúkt glæpafélag í afneitun og þöggun. Ábyrgðarmenn helztu stofnana ríkisins, svo sem biskup þjóðkirkjunnar, hafa reynzt vera siðblindir, eins og raunar allir þeir, sem komu að málum Karls Vignis Þorsteinssonar. Og þetta eru raunar gamlar fréttir, því að mörg ár eru síðan DV sagði frá afrekum Karls Vignis. Svo firrt er þjóðin og forvígismenn stofnana, að mér fallast hendur við að lýsa subbuskapnum. Afneitun og þöggun er eitt helzta einkenni örþjóðar, sem hvað eftir annað sannar, að hún er allsendis ófær um að stjórna málum sínum.