Allt frá Jónsbók hafa lög verndað frjálsa umferð almennings um land, burtséð frá eignarhaldi. Ríkið hefur auðveldað þessa umferð með lagningu bílvega og bílastæða, göngustíga og upplýsingaskilta. Ríkið malbikaði plan við Kerið og landeigandi hyggst rukka fólk. Ríkið á Geysishverina og nálægir landeigendur hyggjast rukka fólk. Ríkið á þjóðgarðinn við Dettifoss og lagði veg þangað fyrir hálfan milljarð króna. Nálægir landeigendur hyggjast rukka fólk. En Ragnheiður Elín saltar málið bara í hægfara hugleiðingum um náttúrupassa. Hún vill raunar einkavæða innviði samfélagsins, líka heita og kalda vatnið.