Í fjóra mánuði eftir hrun aðhafðist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins ekkert í vandræðum heimila og fyrirtækja. Nú hefur önnur ríkisstjórn verið önnum kafin við að útbúa þingmál vegna vandræða heimila og fyrirtækja. Samt saka þingmenn Sjálfstæðisflokksins stjórnina um aðgerðaleysi. Þeir eru siðlausir með öllu. Þeir vita, að kjósendur flokksins eru vitgrannir og trúfastir. Þeir muni styðja flokkinn, þótt þingflokkurinn yrði staðinn að mannáti. Staðreyndir skipta fjórðung þjóðarinnar engu máli. Hann gleypir við hverju rugli, sem frá Flokknum kemur. Þess vegna láta þingmennirnir svona illa.