Er enn og aftur að skoða fræga þætti Kenneth Clark á BBC um siðmenningu Evrópu frá upphafi miðalda til nútímans. Þættirnir sýna skýrt, að evrópsk siðmenning var og er samevrópsk, ekki brezk eða þýzk, frönsk eða íslenzk. Í einn pakka dregur Clark saman myndir, tóna, texta, heimspeki. Höfundar siðmenningar fóru hikstalaust yfir landamæri. Þegar hitnaði undir þeim í einu landi, fóru þeir bara annað. Nýir straumar fóru kruss og þvers um álfuna. Fyrst fyrir hundrað árum fóru valdhafar að reyna að loka landamærum. Fyndið, að enn reyna útnesja- og afdalakarlar á Íslandi að loka landinu og innrækta séríslenzka siðblindu.
(Civilisation – Complete BBC Series – Kenneth Clark – amazon.co.uk)