Trú hætti að vera þáttur í vestrænni siðmenningu fyrir rúmlega tveimur öldum. Menningin var orðin trúlaus um alla Evrópu, jafnvel í Tyrklandi. Heimspekingar höfðu áður sýnt fram á, að siðmenning þarf ekki að tengjast trú eða musterum. Arfurinn frá Grikklandi sýndi, að trú er ekki nauðsynlegur þáttur siðmenningar. Formlega urðu tvö ríki veraldleg í lok átjándu aldar, Bandaríkin og Frakkland. Trú varð að einkamáli, hætti að vera málefni ríkisvaldsins. Ísland er afskekkt á jaðri siðmenningar og hér tala klerkar enn um trú sem hornstein góðra siða. Þjóðkirkjan er frosin og biskup verður sér ítrekað til skammar fyrir fáfræði.