Siðrof Framsóknar

Punktar

Í kosningastefnuskrá Framsóknar í vor lofaði hún að hækka þróunarhjálp upp í 0,7% af landsframleiðslu. Þetta svíkur Framsókn eins og allt annað í fyrsta fjárlagafrumvarpi. Fer beinlínis hina leiðina og minnkar hjálpina. Hin mjög svo ógeðfellda Vigdís Hauksdóttir kallar þetta að „vinda ofan af þeirri vitleysu sem var í gangi á síðasta kjörtímabili“. Vigdís er tákngervingur últra-hægri ofbeldis handan við Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef heyrt nokkrar bandarískar teboðskerlur og engin komst í hálfkvisti í ruddaskap við formann fjárlaganefndar alþingis. Lyginn flokkur siðrofs tætir sáttmála stéttanna.