Hæstiréttur framdi siðrof, þegar hann ógilti kosningar til stjórnlagaþings á tæknilegum forsendum. Hann gat ávítað Landskjörstjórn eða beitt viðeigandi viðurlögum fyrir losaralega túlkun á reglum um fyrirkomulag á kjörstöðum. En Hæstiréttur gat ekki látið þetta koma niður á þjóðinni og mátti ekki. Engar vísbendingar höfðu komið um kosningasvik. Hæstiréttur var bara að skemmta sér á kostnað saklausra. Við þetta brast trú margra á kerfið. Bankar, ríkisstjórn og alþingi höfðu brugðizt og þarna brást dómsvaldið líka. Ég var einn þeirra, sem missti trú á valdakerfið í heild. Hef ekki séð ástæðu til að taka hana upp að nýju.