Flestir bloggarar og greinahöfundar á hægri kantinum hneykslast núna á, að engin stjórn sé á Fjármálaeftirlitinu. Þess vegna sé ekki hægt að senda mál til ríkissaksóknara. Ég man þó ekki eftir einu dæmi um, að þessir bloggarar og greinahöfundar hafi lýst áhyggjum fyrir hrun ríkisstjórnarinnar. Í fjóra mánuði eftir bankahrunið kærði Fjármálaeftirlitið engan til ríkissaksóknara. Af hverju hafa menn núna áhyggjur af, að ekki sé kært í eina viku, sem fer í stjórnarmyndun? Það stafar af, að þeir eru ómerkilegir skriffinnar. Þeir seilast í hvert haldreipið á fætur öðru. Þau reynast öll vera tvinnaþræðir.