Síður rass fjölmiðlunga

Fjölmiðlun

Sjaldan hafa íslenzkir fjölmiðlar brugðizt jafn hrapallega og í frásögnum og útskýringum, sem varða ráðstafanir gegn vanda heimilanna. Gripið hefur verið til ótal aðgerða, sem létta fólki að fást við skuldir sínar. Ég geri ráð fyrir, að þær nái til 95% vandans. Fjölmiðlar hafa nánast ekkert sagt frá þeim. Þess vegna hefur háværum plötuslögurum tekizt að gera fólk tryllt af hræðslu. Það sjáum við í fréttum og bloggi síðustu daga. Vanræksla fjölmiðla stafar af vangetu fréttamanna og áhugaleysi yfirmanna. Fréttir eiga að auðvelda fólki að lifa lífinu. Því þarf að dangla í síðan rass fjölmiðlunga.