Gott er að hafa ekki lengur áhyggjur af Evrópusambandinu. Fiskurinn í sjónum er þegar veðsettur í Þýzkalandi. Án aðkomu sambandsins. Græðgisbankarnir eignuðust sjávarútveginn allan. Bjuggu úr honum svokallaða vindinga, sem þeir seldu á meginlandinu. Með samþykki sjávarútvegsgreifanna, sem ekki stíga í vitið. Bankarnir fóru svo lóðbeint á hausinn. Útlendingar eiga því kvótann eins og hann leggur sig. Hvort sem við göngum í sambandið eða ekki. Því er fallin síðasta röksemdin gegn aðild að sambandinu.