Siðvæðing ferðaþjónustu

Punktar

Gisting, matur og önnur ferðaþjónusta er mun dýrari á Íslandi en í löndum, sem gera út á verðlag. Hér er verðlag eins og í dýru löndunum. Engin ástæða er því fyrir lágum launum og svartri vinnu hér á landi. Lengi hafa menn komizt upp með að svíkja undan vaski og ráða fólk á undirverði. Skattayfirvöld sýna svartri vinnu of mikið tómlæti. Löt stéttarfélög nenna ekki að gæta hagsmuna útlendra starfsmanna og skólafólks á undirkaupi. Ríkisvaldið mannar sig ekki upp í að lemja í borðið. Líta ber á ferðaþjónustu sem alvöru atvinnu. Aðgangur hennar að auðlindum þjóðarinnar þarf að skila sér í auðlindarentu og ágætis launum.