Siðvæðing pólitíkusa

Punktar

Menn eiga að standa við loforð sín, líka pólitíkusar. Einföld siðaregla, sem snýst ekki um Evrópu eða framhald viðræðna. Án siðareglna fer samfélagið í hundana. Ekki má heldur gera hvatvísan benzínsölustrák að utanríkisráðherra. Gunnar Bragi setur alþingi á hvolf og alþingi má ekki við meira raski. Þetta snýst um að draga úr afglapavæðingu stjórnmálanna (Ætla samt að hlífa ykkur við lýsingu á Vigdísi Hauks). Og þegar menn biðjast afsökunar á rugli sínu, eiga þeir ekki að orða afsökunina „… ef ég …“. Það er ekki afsökunarbeiðni, bara útúrsnúningur. Götustrákar alþingis þurfa strangt námskeið í siðfræði.