Sitjirðu á kaffihúsi við breiðgötu í París, sérðu drottningar á miðjum aldri sigla fullum seglum hver á fætur annarri. Hvergi eru konur á miðjum aldri glæstari en í París. Grannar og bera sig rosalega vel. Í stíl Rachida Dati, fyrrum dómsmálaráðherra, Rama Yade, fyrrum menntaráðherra, Michèle Alliot-Marie, fyrrum innanríkis og Christine Lagarde, forstjóra Gjaldeyrissjóðsins. Fæddar til að drottna yfir körlum, með hoppandi skósveina kringum sig. Aldar upp við að borða þrisvar á dag og alls ekkert milli mála. Sumar, eins og Dati, hafa fleiri en einn ástmann í takinu í einu. Þykir sjálfsagt í France.