Skuldatryggingaálag okkar komst í tíu prósent ofan á vexti í dauðateygjum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Það er nú komið niður í 1,8 prósent ofan á vexti. Segir fullkomna sögu um, að tekizt hefur að sigla þjóðarskútunni af strandstað. Jafnframt hefur atvinnuleysi nánast horfið, er orðið minna en víðast í Evrópu. Segir okkur, að svonefnd hjól atvinnulífsins snúast á fullu og hafa lengi gert. Ríkisstjórnin býr samt við vanda, efndi ekki loforð um fyrningu kvóta og ýtti nýrri stjórnarskrá í tímahrak. Það stafar af, að hún hefur tæpast lengur starfhæfan meirihluta. Dauðþreytt er hún að gefast upp.