Frá Selvík á Siglufirði um Kálfsskarð að Siglunesi.
Þormóður rammi landnámsmaður byggði á Siglunesi. Þar var öldum saman kirkja og mikil útgerð fram á 20. öld. Byggðin fór í eyði 1990.
Förum frá Selvík. Þangað komumst við eftir kindagötum norður ströndina frá flugvellinum á Ráeyri. Frá Selvík suðsuðaustur Kálfsdal sunnan megin við vatnið í dalnum. Úr botni dalsins förum við suðaustur í Kálfsskarð í 420 metra hæð. Í skarðinu förum við stuttan spöl til suðurs og síðan austur í miðjar hlíðar Nesdals. Síðan norður allan dalinn vestan Reyðarár út að sjó. Þar beygjum við vestur að Siglunesi.
11,4 km
Skagafjörður, Eyjafjörður
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort