Sigmundar-frostið staðfest

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest, að IceSave standi í vegi fyrir frekari lánum til Íslands. Ennfremur, að Norðurlönd vilji ekki lána Íslandi að svo komnu máli. Þetta hefur svo sem áður verið sagt, en yfirleitt undir rós. Við erum í frysti vegna IceSave, hvað sem ráðherrar reyna að fegra stöðuna. Mestu mistökin voru að semja ekki rétt fyrir þjóðaratkvæðið. Þá vildi Bjarni Benediktsson semja, en lýðskrumarinn mesti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stóð þversum. Hann ber stærsta ábyrgð á þeirri vondu stöðu, að við erum enn ósnertanlegir paríar, sem enginn vill lána neina einustu evru.