Sigmundur Davíð einn á báti

Punktar

Sannleiksnefndin hafnaði svonefndri umsáturskenningu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hrunið stafaði ekki af utanaðkomandi ástæðum eða árásum óvinveittra aðila. Það var heimatilbúið og mikið af bölinu fólst í röngum aðgerðum og aðgerðaleysi Seðlabankans. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins viðurkenndi þetta í þingræðu sinni í gær. Aðeins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt þar fast í umsáturskenninguna. Flokkur hans er orðínn einn á báti í hagskýringum. Sannleiksnefndin hafnaði algerlega kenningu hans og Hannesar Hólmsteins.