Sigmundur Davíð fattar

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur loksins fattað, að honum mistekst að efna stóra kosningaloforðið. Fátækt ríkissjóðs er samt gömul frétt. Og horfur eru litlu verri núna en þær voru í síðasta mánuði. Fjöldi manns vissi um fátækt ríkisins, þótt kjósendur Framsóknar hafi ekki fattað og Sigmundur Davíð komi af fjöllum. Svona er að vera silfurskeiðungur og vita lítið um veruleikann. Tíu milljarðar til eða frá spila litla rullu, þegar heimtaðar eru efndir á þrjúhundruð milljarða loforði. Skamman tíma tók að koma í ljós, að innistæða loforðsins vinsæla var engin. Skuldarar húsnæðislána fá ekki tékka í pósti.