Sigríður Anna

Punktar

Ég fæ næstum hnút í magann, þegar ráðherra opnar munninn í umhverfismálum. Ég hef ekki neina reynzlu af Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, en mér finnst sumir þeir, sem lengur hafa verið við völd, gera sér far um að ljúga að fólki og blekkja það, til dæmis Valgerður Sverrisdóttir, einkum er hún nær samstillingu hugans með Landsvirkjun, sem er mesta ósanninda- og skæruliðastofnun landsins. Nú hefur Sigríður Anna skrifað í Moggann grein um friðland, sem hún hefur leyft, að sé verndað, einkum vegna víðfeðms og gróins votlendis og fjölbreyttra mýra með mikilvægu gæsavarpi.