Sigríður óðamála

Punktar

Til hvers boðaði Sigríður Andersen til blaðamannafundar í ráðuneytinu á föstudag? Ekki sagði hún þar af sér eins og vænzt var. Í staðinn talaði hún út og suður um stofnanir á vegum ráðuneytisins, einkum lögreglunnar. Slíkt hefur ekki verið vaninn hér á landi, en er út af fyrir sig gott, ef það verður vaninn. Hún fjallaði um vanda lögreglunnar og sagði hana vera að rannsaka sín mál. Ekki fjallaði hún um tengsl kynferðisbrotamanna við Sjálfstæðisflokkinn og aðgerðir flokkseigenda til að náða þá verstu. Að lokum kom svo að niðurlaginu, að hún mundi játa syndir sínar og segja af sér. En þá þakkaði hún bara áheyrnina og skundaði til stólsins mjúka.