Sigurbraut fréttabarna

Fjölmiðlun

Þegar ég fór úr skóla í blaðamennsku, vorum við fullorðin. Kunnum íslenzku, þar á meðal stafsetningu, kunnum Y og Z, kunnum setningafræði, þekktum rætur orða. Kunnum hugtakafræði, þekktum mun á lýðveldi og lýðræði, sálgreiningu og sálfræði, barokk og rókokkó, Juno og Heru, belgísku og frönsku Kongó. Við höfðum lært landafræði og sagnfræði. Lengi hefur ekkert slíkt verið í boði í menntakerfinu. Og uppeldi snýst um að hossa börnum og segja þau vera toppinn á tilverunni. Þróar unglinga, sem telja sig sigra heiminn með millilendingu í blaðamennsku. Þau eru núllin, er við köllum fréttabörn. Milli hláturkasta.