Sigurður Ingi klúðraði

Punktar

Nokkrum sinnum hef ég sagt, að tuddinn í landbúnaðarráðuneytinu fari með rangt mál um makrílstöðuna. Það voru ekki Norðmenn, sem voru þversum. Að lokum kom í ljós, að þeir og Færeyingar sömdu, en Íslendingar skildir eftir úti í kuldanum. Tuddinn hafði sagt okkur, að Ísland væri í rauninni búið að semja við Evrópu, en svo reyndist ekki vera. Geri ráð fyrir, að það stafi að nokkru leyti af fákænsku samningamanna og ráðherrans. Betra hefði verið að nota fagmenn, helzt útlenda. Sveitamenn, sem kunna bara að ljúga og tuddast, eiga að sitja við sína kýrrassa. Og kaupa þá þjónustu, sem er getu þeirra ofviða.