Sigurður Kári villist

Fjölmiðlun

Vladimir Pútín hefur fundið einfaldari leið en Sigurður Kári til að þagga niður í blaðamönnum, sem skrifa illa um fólk. Anna Politkovskaja var skotin til bana, því að hún var að skrifa grein um pyndingar rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Sigurður Kári er á svipuðum nótum og ríkisstjórnin í Írak, sem hefur sett lög um, að blaðamenn skuli ekki vera með neinn dónaskap. Þar í landi hafa 130 blaðamenn verið drepnir, en nú hafa hrannast upp málaferli gegn þeim, sem tala út um spillingu embættismanna. Allir verða þeir dæmdir og munu fá risaháar sektir. Er Sigurður Kári ekki í röngu landi?