Sigurför nýfrjálshyggju

Punktar

Nýfrjálshyggja Hayek og Friedman hóf sigurgöngu sína með Reagan 1981 og Thatcher 1979, hér með Davíð 1991. Síðan er liðinn aldarþriðjungur og árangurinn kominn í ljós. Velmegun almennings hefur staðið í stað eða rýrnað. Hagvöxturinn hefur allur lent í vösum ríkasta 1% fólksins. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Íslandi. Hér er norræna velferðarkerfið að hrynja undan einkavinavæðingu. Á meginlandi Norðvestur-Evrópu og í Skandinavíu eru sjúkraþjónusta og skólaþjónusta ókeypis. Þar helzt límið í samfélaginu og þjóðirnar hafa innri styrk. Hér er límið að eyðast og þjóðfélagið er gersamlega klofið. Það er niðurstaða nýfrjálshyggjunnar.