Ég hafði rangt fyrir mér, tók samninga fram yfir dómstól. Niðurstaðan fyrir hinum fjölþjóðlega dómstóli er, að við þurfum ekkert að borga til viðbótar. Ekki einu sinni vexti. Þar spörum við 35-40 milljarða frá Buchheit-samningi, sumir segja meira. Beint tjón ríkisins af IceSave verður ekkert, þótt óbeint tjón verði mikið. Auðvitað var IceSave meðverkandi í falli einkavinavæddu bankanna, sem kostaði ríkissjóð hundruð milljarða. Og í falli Seðlabankans, sem kostaði ríkissjóð hundruð milljarða. En óvissuþáttum hrunsins er lokið. Við vitum, hvar við stöndum. Og fjölþjóðlegu matsfyrirtækin vita það líka.