Sigvaldakrókur

Frá Kjalvegi yfir Jökulfall í Sigvaldakróki til Fosslækjarvers á Hrunamannaafrétti.

Önnur höfuðleið þeirra ferðamanna af Kili, sem vildu fara ofan í Hreppa. Hin leiðin er á vaði yfir Jökulfallið við brúna á Hvítá við Bláfell. Nú er jafnan farið um brú á Jökulfalli á vegi í Kerlingarfjöll.

Byrjum við þjóðveg 35 á Kili við Skútaver á móts við Mosfell handan Jökulfalls. Förum suðaustur um verið að Jökulfalli og yfir það á vaði í Sigvaldakróki. Austan ár förum við síðan til suðurs fyrir vestan Mosfellsháls og austan Húnbogaöldu að fjallaskálanum í Fosslækjarveri.

10,0 km
Árnessýsla

Ekki fyrir göngufólk

Skálar:
Fosslækur: N64 34.524 W19 36.144.

Nálægar leiðir: Grjótá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins